Tuesday, August 31, 2010

Fjölskylduferð Loga á Grænhól.


Farin var fjölskylduferð nú á dögunum á vegum æskulýðsstarfsins hjá hestamannafélaginu Loga. Ferðin hófst á að heimsækja Gunnar Arnarsson og Kristbjörgu Eyvindsdóttur á Grænhól. En þau hlutu landbúnaðarverðlaunin 2010 og hafa hlotið heiðursviðurkenninguna Hrossaræktarbú ársins alls fjórum sinnum. Við fengum góðar móttökur á Grænhól, þar sem húsakynni voru skoðuð, hestar sýndir og þau hjónin sögðu okkur frá starfinu. Við þökkum þeim kærlega fyrir okkur og höfðum öll mikið gaman af að skoða þetta glæsilega bú. Ferðinni var síðan heitið í Selfossbíó og enduðum á Hróa Hetti. Frábær dagur. Framundan hjá æskulýðsstarfinu er svo reiðtygjaþrif og Álfareið í Reykholti. Minnum á heimasíðuna okkar http://hestamannafelagidlogi.bloggar.is/

Nefndin