Monday, November 5, 2007

Folaldasýning


Það voru 15 hressir krakkar sem fóru með okkur á folaldasýninguna í Ölfushöllinni þann 3. nóvember síðastliðinn. Við mættum tímalega til að fá örugglega sæti. Það voru skráð 40 folöld á sýninguna sem var heldur mikið þannig að við ákváðum þegar 29 folöld höfðu sýnt sig og séð aðra að drífa okkur á Hróa Hött enda mannskapurinn þreittur og svangur. Það var mikið af flottum folöldum á sýningunni og komust tvö í úrslit úr tungunum.

Þessi 3 voru flott á litin og voru öll undan Spóa frá Hrjólfstaðahelli.

Efsta folaldið Þjóðólfur
Úrslit voru:
1.Þjóðólfur frá Þjóðólfshaga 1F: Kjarni frá Þjóðólfshaga 1M: Ljúf frá Búðarhól. Eigendur: Sigurður Sigurðarson og Sigríður A. Þórðardóttir
2.Dagur frá Þjóðólfshaga 1F: Kjarni frá Þjóðólfshaga 1M: Dáð frá Halldórsstöðum. Eigendur: Sigurður Sigurðarson og Sigríður A. Þórðardóttir
3.Hervör Kjarnholtum 1BleikF: Frumherji frá Kjarnholtum 1M: Lyfting Kjarnholtum 1. Eig/ræk: Magnús Einarsson
4.Hringur frá Fellskotirauðjarpur blesótturF. Hróður frá RefsstöðumM. Hnota frá Fellskoti Rækt. María Þórarinsdóttir og Kristinn Antonsson. Eig. Fellskotshestar ehf.
5.Brúður frá Þjóðólfshaga 1F: Grunur frá OddhólM: Gloría frá Hala. Eigendur: Sigurður Sigurðarson og Sigríður A. Þórðardóttir