Friday, March 28, 2008

Æskan og hesturinn


Þá er búið að panta rútu og finna út verð. Við förum á rútu frá Guðmundi Tyrfingsyni og borðum á Pizza-Hut Sprengisandi. Verð á barn er kr.2500 og fyrir fullorðin kr.3050. Innifalið í verði er rútuferðin og maturinn sem er pissa, gos, brauðstangir og ís í eftirrétt svo má reikna með einhverjum aur í sjoppuna í reiðhöllinni. Svo hittumst við hress og kát á planinu við Aratungu. Við ætlum að leggja af stað stundvíslega kl:10.30.
Nefndin

Monday, March 24, 2008

Ferð á æskan og hesturinn

Æskan og Hesturinn

Þá er komið að árlegri stórsýningu hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu æskan og hesturinn í Reiðhöllinni í Víðidalnum. Þessi sýning hefur verið vinsæl og er frábær fjölskylduskemmtun. Við hjá Loga ætlum að fara á sunnudaginn 30. mars á fyrri sýningu dagsins. Við byðjum þá sem áhuga hafa að bregðast skjótt við og tilkynna þáttöku alls ekki síðar en á fimmtudaginn 27. mars, svo nefndin geti ákveðið stærð á rútu og verð á mann fyrir föstudaginn 28. mars. Foreldrar eru velkomnir. Börn 8 ára(2.bekkur)og yngri mæti í fylgd með fullorðnum. Ætlunin er að fá sér að borða áður en haldið verður heim líklegast á Pizza-Hut.
Lagt verður af stað frá Aratungu kl. 10.30 en sýningin hefst kl. 13.00. Áætlað er að koma heim 18.30. Þar sem aðgangur er ókeipis inn á sýninguna þurfum við að mæta mjög tímalega til að fá sæti. Verðið(rútukostnaður og matur) á mann miðast við fjölda þátttakenda og verður auglýst á föstudaginn á heimasíðu æskulýðsnefndar loga
Þá minnum við einnig á nýja heimasíðu hestamannafélagsins Loga http://hestamannafelagidlogi.bloggar.is/ þar er hægt að fylgjast með starfsemi félagsins, úrslitum móta, nefndum og því sem er að gerast hjá félaginu hverju sinni. Skráning í síma:
Sirrý: 892-8346
Sigurlína: 695-1541
Líney: 899-8616

Sunday, March 23, 2008

Ístölt Loga


Það tókst loksins að halda ístölt laugardaginn 22. mars á bökkunum fyrir neðan Fellskot. Varla mátti tæpara standa, ísinn á hröðu undanhaldi. Það var síðast haldið mót árið 2002 svo það var kominn tími til. Friðheimar munu gefa nýjan farandsbikar í barnaflokki en úrslit í barnaflokki voru sem hér segir.


Barnaflokkur. (16 ára og yngri)

1. Dóróthea Ármann og Eldjárn 11v.frá Ingólfshvoli
2. Katrín Rut Sigurgeirsdóttir og Hrina 11v.frá Efsta-Dal
3. Davíð Óskarsson og Ráðgrið 7v.frá Torfastöðum
4. Karitas Ármann 0g Hrina 17v. frá Ketilsstöðum
5. Sóley Erna Sigurgeirsdóttir og Glói 20v. frá Torfastöðum
6. Eva María Larsen og Nasi 22v. frá Fellskoti

Tuesday, March 4, 2008

Fyrsta Vetrarmót Loga og Trausta 2008

Vetrarmót Loga og Trausta var haldið Laugardaginn 1. mars í ágætis veðri að Hrísholti. Þátttakan var góð og skráðu sig alls 34 til leiks. Ákveðið var að prufa að keppa í unghrossaflokki þ.e. hross fædd 2002 til 2003 og tókst það vel. Það mátti sjá mörg góð hross. Helstu úrslit voru þessi:

Ljósm. Sigurgeir Kristmannsson
5 efstu í barnaflokki
Barnaflokkur
1.Katrin Rut Sigurgeirsdóttir og Hrina frá Efsta-Dal, 11v.
2.Dóróthea Ármann og Eldjárn frá Ingólfshvoli, 11v.
3.Vilborg Hrund Jónsdóttir og Kolga frá Höfðabr. 10v.
4.Karitas Árman og Hrina frá Ketilsstöðum, 17v.
5.Sóley Erna Sigurgeirsdóttir og Falur frá Hamrahól, 10 v.

Ljósm. Sigurgeir Kristmannsson
4efstu í unglingaflokki
Unglingaflokkur
1.Linda Dögg Snæbjörnsdóttir og Fenja frá Efsta-Dal, 13 v.
2.Guðrún Gígja Jónsdóttir og Sproti frá Melabergi, 8 v.
3.Daniella Bjarnadóttir og Frami frá Efsta-Dal, 8 v.
4.Davíð Óskarsson og Ráðgrið frá Torfastöðum, 7v.

Ljósm. Jón Kristinn Bragason
María Þórarinsdóttir og Hugmynd
Unghrossaflokkur
1.Maria Birna Þórarinsdóttir og Hugmynd frá Fellskoti, 5 v.
2.Hulda Karolina og Svelgur frá Strönd, 5 v.
3.Sigurjón Ó Björnsson og Birta frá Minni-Borg, 5 v.
4.Líney S. Kristinsdóttir og Brá Frá Fellskoti, 5 v.
5.Guðrún S. Magnúsdóttir og Ari frá Bræðratungu, 4 v.
6.Sunna Straudsten og Gæfa frá Minni-Borg, 5 v.

Ljósm. Sigurgeir Kristmannsson
10 efstu í fullorðinsflokki
Fullorðinsflokkur
1.Gústi Loftsson og Dengsi frá Selfossi, 9 v.
2.Knútur Ármann og Kráka frá Friðheimum, 6 v.
3.Maria B. Þórarinsdóttir og Vals frá Fellskoti, 6v.
4.Snæbjörn Sigurðsson og Þytur frá Haungerði, 13 v.
5.Sigurlína Kristinsdóttir og Bliki frá Leysingjastöðum, 10 v.
6.Sigurjón Ó Björnsson og Pá frá Minni-Borg, 7v.
7.Hulda Karolina og Hvati frá Böðmóðstöðum, 6 v.
8.Björg Ingvarsdóttir og Kópur frá Blesastöðum, 6 v.
9.Guðný Tómasdóttir og Númi frá Ormsstöðum, 11 v.
10.Kristinn Antonsson og Katla frá Fellskoti, 8 v.