Monday, October 22, 2007

Ferð á folaldasýningu í Ölfushöllini 3. nóvember.



Æskulýðsnefndin stendur fyrir ferð á folaldasýningu í Ölfushöllinni 3. nóvember næstkomandi. Sýningin hefst kl: 14.00. Þannig að lagt verður af stað frá Bjarnabúð 12.30. Ætlunin er að borða á Hróa Hetti á leiðinni heim. Gott er að mæta samt með mettan maga því ekki er gert ráð fyrir sjoppustoppi. Lágmarksaldur er 8 ára án foreldrafylgdar. Verð 2000 krónur á barn í félaginu en 2400 fyrir utanfélagsbörn. Áætluð heimkoma kl: hálf 7. Þátttaka tilkynnist alls ekki síðar en sunnudaginn 28. október.

Í síma:

Sigurlína 482-1540 eða 695-1541

Líney: 486-8855 eða 899-8616

Sirrý: 892-8346 eða 486-8937

Fréttir frá æskulýðsdeild Loga

Við viljum vekja athygli á bloggsíðu æskulýðsnefndarinnar. Hér ætlum við að vera með tilkynningar um starfið í vetur. Hvetjum alla til að fylgjast með síðunni láta í sér heyra( setja in Comment) og senda okkur hugmyndir. Þá eru allar myndir frá Æskulýðsstarfi vel þegnar. Póstfangið er ksigurlina@yahoo.com

Búið er að skipuleggja dagskránna sem er framundan:

· Folaldasýning 3. nóvember
· Reiðtygjadagur 18. janúar (hittumst og þrífum reiðtygin ásamt því að fá okkur eitthvað gott í gogginn)
· Ferð á Æskan og hesturinn líklega í mars.
· Í mars-apríl eru Vetrarmótin, reiðnámskeið og töltkeppnin. Þannig að við verðum ekki með aðra dagskrá á meðan.
· Þrautabraut í mai (eða síðar á sumrinu)
· Uppákoma í tengslum við æskulýðsdaginn í mai.
· Í tengslum við reiðnámskeið og firmakeppni er ætlunin að standa fyrir leikjum.
· Fjölskyldureiðtúr lok júlí. ( hugsanlega 20 júlí)
· Heimsókn í september til Hveragerðis að hitta krakkana í Ljúf.
Nefndin

Saturday, October 13, 2007

Ferð í hestasundlaugina Faxabóli


Fórum að heimsækja hestasundlaugina í Víðidalnum 18 júlí.Við fórum 5 fullorðin á þremur bílum með 25 börn. Ferðin gekk mjög vel, hittum Örnu í Faxabóli sem tók virkilega vel á móti okkur. Krakkarnair fylgdust áhugasöm með þegar 4 hestar voru látnir synda. Þeir fóru allir í ljós á eftir og sumir á hlaupabrettið. Það var tekið vel á móti okkur og athygglisvert hvað aðstaðan er öll hin glæsilegasta. Hestanuddarinn sem ætlaði að sína okkur listir sínar forfallaðist. Eftir að hafa þáð veitingar var ferðinni heitið á Pizza Hutt þar sem allir fengu Pissu og ís.


Friday, October 12, 2007