Wednesday, May 28, 2008

Hestadagur í Reykholtsskóla

Í dag miðvikudaginn 28. mai ætlar æskulýðsdeildin að heimsækja grunnskóla Bláskógabyggðar í Reykholti. Hjónin á Friðheimum buðu afnot af hringvellinum hjá sér og þangað verður farið til að teyma undir krökkunum. Æskulýðsdeildin ætlar svo að gefa hestalitabók og bækling frá Vís um öryggi í hestamennsku. Þá endum við daginn á að horfa á vídeó um svarta folann.

Friday, May 16, 2008

Íþróttamóti frestað

Íþróttamóti Loga, Trausta og Smára sem vera átti laugardaginn 17. mai verður frestað um óákveðinn tíma
nefndin

Thursday, May 8, 2008

Logafélagi kemst í úrslit á Gáp móti.


Gáp mótið var í haldið sumardaginn fyrsta síðastliðinn í Reiðhöllinni í Kópavogi. Logi átti keppanda á þessu móti Dóróthea Ármann og gekk henni vel lenti í A úrslitum með einkunina 4,83.

A úrslit Barnaflokkur -
1 Svandís Lilja Stefánsdóttir / Glaður frá Skipanesi 6,00
2 Erlendur Ágúst Stefánsson / Fjölnir frá Reykjavík 5,89
3 Konráð Axel Gylfason / Mósart frá Leysingjastöðum II 5,83
4 Auður Ása Hreiðarsdóttir / Dúkka frá Hólkoti 5,50
5 Guðný Margrét Siguroddsdóttir / Mosi frá Kílhrauni 5,22
6 Viktor Aron Adolfsson / Barði frá Fellsenda 2 4,89
7 Dorothea Ármann / Kráka frá Friðheimum 4,83

Tuesday, May 6, 2008

ÍÞRÓTTAMÓT LOGA TRAUSTA OG SMÁRA

Verður haldið í Hrísholti laugardaginn 17.maí n.k. og hefst kl.10.00.

Keppt verður í:
Tölti og fjórgangi í barna-,unglinga-,ungmenna- og fullorðinsflokki.
Fimmgangi í ungmenna– og fullorðinsflokki.
Gæðingaskeiði.
Ath. Ekki verður keppt í ungmennaflokki ef ekki næst næg þátttaka.
Fipo reglur gilda

Skráning þarf að berast fyrir kl. 16.00, fimmtudaginn 14.maí.
Þeir sem taka á móti skráningu eru:
Guðný: sími 8956507 email. gudny@blaskogabyggd.is
María sími 8999612 email fellskot@simnet.is
Bára sími 8666507 email birnustadir@emax.is
Björg sími 8621626 email efstadal@efstadal.is

Í skráningu þarf að koma fram: Nafn sími og kennitala knapa.
IS númer og nafn hests og á hvora hönd skal riðið.

Skráningargjald verður 1500 kr, fyrir börn og unglinga en 2500 kr. fyrir ungmenni og fullorðna.

Keppni verður milli félaganna um bikar sem stigahæsta félagið fær .
Mætum sem flest og keppum fyrir félagið okkar.

Nánar auglýst á vef hestafrétta, eiðfaxa og hestar847.