Tuesday, March 31, 2009

Annað vetrarmót Loga og Trausta



Annað vetrarmót Loga og Trausta var haldið að hrísholti Laugardaginn 28 mars í mikilli snjókomu. Keppendur létu það ekkert á sig fá og tókst mótið allt hið besta þrátt fyrir leiðinlegt veður. Boðið var upp á heitt kakó og köku í húsi félagsins sem var notalegt eftir útiveruna.







Barnaflokkur:
1. Katrín Rut Sigurgeirsdóttir og Bliki frá Leysingjastöðum 11v. (Logi) F: Heiðar frá Meðalfelli M: frá Leysingjastöðum
2. Karitas Ármann og Eldjárn frá Ingólfshvoli 12v. (Logi) F: Hrynjandi frá Hrepphólum M: Sunna frá Þingnesi
3. Dórothea Ármann og Hersveinn frá Friðheimum 6v. (Logi) F: Sveinn Hervar frá Þúfu M: Hrafntinna frá Stóruborg
4.Finnur Jóhannesson og Háfur frá Kirkjubæ 14v. ( Logi) F: Logi frá Skarði M: Brynja frá Kirkjubæ
5. Karen Gígja Agnarsdóttir og Snót frá Tjaldanesi 20v.(Logi) F: Dreyri frá Álfsnesi M: Freyja frá Hvammi
6. Eva María Larsen og Gjafar frá Úlfsstöðun 8v. (Logi) F: Blakkur frá Úlfsstöðum M: Lukka frá Úlfsstöðum
7. Sóley Erna Sigurgeirsdóttir og Tíbrá frá Miðhjáleigu. (Logi) F: Orion frá Litla Bergi M:

Unglingaflokkur:
1. Halldór Þorbjörnsson og Ljómi frá Miðengi 10v. ( Trausti) F: Gustur frá Hóli M:Otra frá Vatnsnesi
2.Linda Dögg Snæbjörnsdóttir og Glóð frá Sperðli 6v.(Trausti) F: Fálki frá Höfn M: Stjarna frá Stokkhólmi
3. Ragnar Ingi og Einstein frá Efsta-Dal 9v. (Trausti) F: Esjar frá Holtsmúma M: Gráblesa frá Efsta-Dal
4.Jón Óskar Jóhannesson og Geisli frá Brekku 6v. ( Logi) F: Spuni frá Miðsitju M: Stjarna frá Gljúfri
5. Brynhildur Hrönn og Villingur frá Rauðaskógi 11v. (Logi)

Wednesday, March 18, 2009

Frábærri helgi lokið






Þá er lokið sýningunni Æskan og hesturinn og má segja að atriðið okkar úr Loga hafi fengið góðann hljómgrunn í Reykjavík. Allir stóðu sig frábærlega vel bæði krakkar og foreldrar og lögðu mikið á sig til þess að allt gengi upp. Kærar þakkir fyrir góða helgi. En næstu daga munu byrtast myndir frá sýningunni sem teknar voru af Sigríði Egilsdóttur . Þá má líka sjá myndir inn á ljósmyndavef Dalla http://www.flickr.com/photos/dalli/sets/72157615320023814/


Friday, March 13, 2009

Æskan og hesturinn

Nú er um að gera og mæta um helgina á sýninguna Æskan & hesturinn í Reiðhöllinni í Víðidal. Hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu sjá um sýninguna auk Mána í Keflavík en einnig förum við með krakka frá Loga til að sýna þetta árið. Samtals munu koma fram í kringum 250 börn á aldrinum 1 árs til 21 árs. Generalprufan fór fram í gær og heppnaðist hún vel. Sýningar eru kl,13.00 og 16.00 báða dagana. Það er um að gera að mæta tímanlega því ókeypis er á sýninguna.

Thursday, March 12, 2009

Generalprufa í Reiðhöllinni Víðidal

Minnum á generalprufuna í kvöld í Reiðhöllinni í Víðidal. Hefst kl.19.00. Allir að mæta tímanlega. Einnig þeir sem ætla að borða saman á Sprengisandi eftir seinni sýninguna á laugardaginn endilega láta vita sem fyrst hjá Sirrý í síma: 892-8346

Thursday, March 5, 2009

Æfingar fyrir Æskan og hesturinn

Þá fer að styttast í sjálfa sýninguna. Næsta æfing er á sunnudaginn 8 mars kl. 10.00 á Flúðum. Þá er æfing á þriðjudaginn 10. mars kl.20.00-20,45 í Víðidal og generalprufa á fimmtudaginn 12. mars kl. 19.00 í næstu viku í Reiðhöllinni í Víðidal. Nú er mjög mikilvægt að nýta tímann vel og mæta tímanlega við höfum bara 40 mínútur á þriðjudaginn, þannig að allir verða að vera mættir hálftíma fyrir áætlaðann æfingatíma.

Sunday, March 1, 2009

Æfing í reiðhöllinni fyrir Æskan og hesturinn

Næstkomandi þriðjudag þ.e. 3 febrúar. Verður Æfing að flúðum í nýju reiðhöllinni. Æfingin hefst kl. 17.00. Allir eiga að taka með búninga og gott ef foreldrar hafa samband sín á milli til að sameina í hestakerrur. Forsvarsmenn ath. Til að komast að reiðhöllinni er beigt við hesthúsin og keyrt vinstra megin inn með límtrésverksmiðjunni.