Saturday, October 11, 2008

Æskulýðsstarf á komandi ári

Æskulýðsnefndin hittist á dögunum til að skipuleggja komandi dagskrá. Við vorum sammála um að margt hafði tekist vel á liðnu ári og alveg tilefni til að endur taka sumar uppákomurnar en einnig brydda upp á nýjungum. Við höfðum það að leiðarljósi að viðfangsefni æskulýðsnefndarinnar sé hest miðað, og stuðli einnig að samveru fjölskyldunnar. Þeir krakkar og unglingar sem hafa uppástungur um hvað þeim langar að taka sér fyrir hendur endilega sendið okkur póst, annað hvort hér á síðunni eða á bjarkarbraut@simnet.is . Hér kemur svo helsta dagskrá komandi árs en auðvitað getur dagskráin breyst eða fallið niður.
  1. Reiðtygjadagur líklega 16. janúar
  2. Fyrirhugaður fyrirlestur um öryggi í hestamennskunni( bæði fyrir börn og fullorðna). Dagsetning óákveðin.
  3. Æskan og hesturinn líklega í mars
  4. Æskulýðsdagur í mai, í samstarfi við Friðheima og Grunnskóla Bláskógabyggðar Reykholti.
  5. Fjölskylduskemmtun . Kvöldstund að vori líklega lok mai byrjun júní. Þrautir og margt skemmtilegt í samstarfi við Friðheima.
  6. Æskulýðsreiðtúr seinnipartinn í júlí.

Þá eru fastir liðir á dagskrá sem æskulýðurinn hefur ekki látið sig vanta á, eins og vetrarmót, reiðnámskeið og aðrar keppnir hestamannafélagsins Loga sem verða auglýstar síðar.

Fyrir hönd æskulýðsnefndar Loga: Sigurlína Kristinsdóttir

Friday, October 10, 2008

Folaldasýning Hrossaræktarfélag Biskupstungna


Í tilefni folaldasýningar Hrossaræktarfélags Biskupstungna sem haldin verður í reiðhöllinni á Minni-Borg sunnudaginn 19. oktober, hvetjum við í æskulýðsnefndinni, foreldra til að fara með börnin sýn á sýninguna. Sýningin hefst kl.13:00 og er ókeypis inn. Kaffisala á staðnum