Monday, May 31, 2010


Á seinasta aðalfundi Hestamannafélagsin Loga var kosin hestaíþróttamaður ársins 2009 og varð fyrir valinu Dóróthea Ármann. Styttan er veitt ár hvert á aðalfundi félagsins þeim félagsmanni sem skarað hefur framúr í reiðmennsku og sýnt ótvíræða hæfni með framgöngu sinni. Dóróthea stóð sig ótrúlega vel á félagsmótinu á Hrísholti um verslunarmannahelgina 2009 og vann B-flokkinn á Eskimær frá Friðheimum, varð önnur í tölti barna á sama hrossi og hún var þriðja í barnaflokki á Björgvin frá Friðheimum. Eskimær var valin glæsilegasti hestur mótsins og Dórothea knapi mótsins.
Við óskum Dórótheu til hamingju með tilnefninguna.