Tuesday, January 22, 2008

Reitygjadagur í Fellskoti


Það mættu 16 krakkar í Fellskot með reiðtygin sín á föstudaginn síðastliðinn. Krakkarnir voru ótrúlega dugleg að þrífa og bera á leðurfeiti. Það kom upp sú hugmynd að bjóða upp á þrif á hnökkum og beislum á næsta ári sem fjáröflun fyrir ferðalag með logakrakka.

Wednesday, January 9, 2008

Reiðtygin þrifin

Við hjá æskulýðsnefndinni óskum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir gamla árið. Við ætlum að hefja dagskrána á nýju ári með því að hittast hress og kát og þrífa reiðtygin okkar. Áætlað er að hittast í Fellskoti föstudaginn 18. janúar kl: 16.30 með hnakkinn og beislið sitt. Nefndin ætlar að útvega sápu, svamp og feiti en þeir sem eiga meiga taka með sér. Þegar þrifum líkur ætlum við að snæða saman eitthvað góðgæti. Stefnum að því að vera búin kl:19.00. Vinsamlegast tilkynnið þáttöku fyrir miðvikudaginn 16. janúar. Við bendum á heimasíðu Baldvins og þorvaldar á Selfossi. Þar má lesa sér til um reiðtygjaþrif http//www.baldvinogthorvaldur.is/frodleiksmolar/?ew_news_onlyarea=&ew_news_onlyposition=1&cat_id=2293&ew_1_a_id=167092

Skráning í síma 482-1540 eða 896-1541 Sigurlína
486-8855 eða 899-8616 Líney