Tuesday, February 19, 2008

REIÐKENNSLA / TÖLTMÓT.

Eins og undanfarin ár stendur til að vera með reiðkennslu í mars-apríl í samstarfi við hestamannafélagið Trausta. Kennari verður Hugrún Jóhannsdóttir og fer kennslan að öllum líkindum fram í Ölfushöllinni. Eins og venja er, er stefnt að því að halda töltmót að kennslu lokinni.
Næg þátttaka verður að fást til að af þessu verði og eru áhugasamir því beðnir að skrá sig hjá Sigurlínu í síma: 6951541 eða Líney í síma:8998616 fyrir 1. mars.

VETRARMÓT.

Vetrarmót Loga og Trausta verða haldin laugardagana 1. mars að Hrísholti, 29.mars, að öllum líkindum í Ölfushöllinni,
og 26. apríl að Hrísholti.
Keppt verður í barna-, unglinga- og fullorðinsflokkum.
Auk þess verður keppt í unghrossaflokki. Í þessum flokki er einungis hægt að keppa á hrossum sem eru á fimmta og sjötta vetur, fædd 2002 og 2003.
Mótin hefjast kl: 14:00.
Kaffi og kakó að keppni lokinni.
Nánar auglýst þegar nær dregur.