Sunday, March 28, 2010

Unglingabikar HSK


Hestamannafélaginu Loga hlottnaðist sá heiður um daginn að hljóta unglingabikar HSK 2009 fyrir frábært æskulýðsstarf. Við erum mjög þakklát fyrir að hljóta þessi verðlaun eftir að hafa fylgst með öllum þessum glæsilega barna og unglingahópi sem hefur tekið þátt og verið virkur í öllu starfinu ásamt dyggum stuðningi foreldra. Bikarinn til sýnis í íþróttahúsinu í Reykholti.
Í ársskýrslu HSK stendur "Unglingabikar HSK fyrir árið 2009 hlýtur að þessu sinni Hestamannafélagið Logi. Logi hefur um árabil sinnt barna-og unglingastarfinu með miklum sóma svo eftir hefur verið tekið. Æskulýðsstarf félagsins byggist uppá því að virkja börn og unglinga, láta þau fá hlutverk og verkefni við hæfi. Meðal þess sem félagið hefur gert er að halda reiðnámskeið sem hefur verið vel sótt. Þá er haldinn sérstakur reiðygja þrifdagur en þar er börnum og unglingum kennd umhirða reiðtygja. Félagið tók þátt í æskan og hesturinn og tókst atriði félagsins vel. Sérstakur æskulýðsdagur er haldinn en þá var öllum börnum í 1-6 bekk í Gr.Bláskógabyggðar í Reykholti boðið á hestbak. Félagið stendur fyrir sérstökum æskulýðsreiðtúr sem er ávalt vel sóttur." Við þökkum kærlega fyrir okkur og til hamingju Logi!

Thursday, March 25, 2010

Úrslit töltmóts Loga, Trausta og Smára


Hér koma úrslit frá töltmóti Loga trausta og Smára sem haltið var í Flúðahöllinni 20 mars síðastliðinn.

Barnaflokkur
Sæti Keppandi
1 Karitas Ármann / Björgvin frá Friðheimum 4,30
2 Kristinn Sölvi Sigurgeirsson / Sigga frá Fellskoti 4,25
3 Sigríður Magnea Kjartansdóttir / Tónn frá Bræðratungu 3,35

B úrslit Unglingaflokkur -

Sæti Keppandi
1 Halldór Þorbjörnsson / Ljómi frá Miðengi 5,92
2 Sigurbjörg Bára Björnsdóttir / Blossi frá Vorsabæ II 5,42
3 Katrín Sigurgeirsdóttir / Bliki frá Leysingjastöðum II 5,00
4 Dorothea Ármann / Hersveinn frá Friðheimum 4,75

Töltkeppni
A úrslit Unglingaflokkur -


Sæti Keppandi
1 Linda Dögg Snæbjörnsdóttir / Vissa frá Efsta-Dal I 6,50
2 Alexandra Garðarsdóttir / Vífill frá Dalsmynni 6,17
3 Halldór Þorbjörnsson / Ljómi frá Miðengi 6,00
4 Rosmarie Huld Tómasdóttir / Blær frá Vestra-Geldingaholti 4,92

Illa hefur gengið að koma pósti inn á þessa síðu. Tæknin hefur ekki látið af stjórn en vona að það sé að lagast. Allur texti sem sóttur er annað virðist þurfa að breytast í mynd(jpg) til að forritið taki hann inn er að prófa að setja inn úrslit í töltmóti Loga , Trausta og Smára