Saturday, January 17, 2009

Reiðtygin þrifin




Æskulýðsnefnd loga stóð fyrir þrifum á reiðtygjum föstudaginn 16. janúar. Mæting var einstaklega góð og mættu 26 krakkar með reiðtygi. Það var gaman að sjá hve margir foreldrar mættu með og tóku þátt í þrifunum. Við fengum að vera í Fellskoti sem var frábært og kunnum við heimilis fólkinu öllu bestu þakkir fyrir góða aðstöðu og ís í boði hússins. Krakkarnir stóðu sig vel og eftir þrifin var boðið upp á pulsur, kökur og gos ásamt því að farið var í helstu örryggisatriði sem þarf að hafa í huga í hestamennskunni. Sjá nánar myndir á http://fellskot.123.is/

Tuesday, January 13, 2009

Úrvalshópur unglinga og ungmenna 16. - 21. árs í hestamennsku

Landssamband hestamannafélaga skipaði nefnd í lok desember 2007 til að koma á stokk úrvalshópi unglinga og ungmenna í hestamennsku.
Aðalmarkmið verkefnisins um úrvalshóp í hestamennsku er að gefa unglingum og ungmennum kost á bestu þjálfurum, fyrirlesurum og dómurum á hverjum tíma. Takmarkið er að bæta kunnáttu þeirra, auka skilning og gera þau að eins góðum hestamönnum og kostur er á.
Ráðinn hefur verið þjálfari í verkefnið og mun hann ásamt nefndarmönnum vinna úr umsóknum verkefnisins. Auk þess sem hestamannafélögin munu kynna verkefnið til sinna félagsmanna.
Við valið er stuðst við eftirfarandi þætti:
· Ástundun og árangur
· Reiðmennsku
· Prúðmennsku
Umsóknin er opin öllum unglingum og ungmennum á aldrinum 16. – 21. árs, hvar sem þau eru búsett á landinu.
Hópurinn er valinn til eins árs í senn og eitt af verkefnum hans er að koma fram á opinberum viðburðum fyrir hönd LH.
Umsækjendur þurfa að skila inn stöðluðum umsóknum, spurningarlista og myndbandi með umsækjanda á hestbaki þar sem einstaklingurinn sem reiðmaður er metinn, ekki verður horft í hestakost á tilteknu myndbandi. Auk þess þarf að fylgja þeim greinargerð um ástundun og árangur frá þjálfara og formanni æskulýðsdeildar eða formanni þess félags sem umsækjandi er í.
Umsóknarfrestur er til 15.febrúar 2009.
Stefnt er að því að kynna hverjir verða valdir í hópinn um miðjan mars 2009.
Nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu LH /Oddrún í síma 514-4033

Hægt er að senda umsóknirnar á netfangið lh@isi.is eða póstsenda á: Landssamband hestamannafélaga bt/OddrúnEngjavegi 6104 Reykjavík

Monday, January 12, 2009

Reiðtygjaþrif

Við hjá æskulýðsnefndinni óskum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir gamla árið. Við ætlum að hefja dagskrána á nýju ári með því að hittast hress og kát og þrífa reiðtygin okkar. Áætlað er að hittast í Fellskoti föstudaginn 16. janúar kl: 16.30 með hnakkinn og beislið sitt. Nefndin ætlar að útvega sápu, svamp og feiti en þeir sem eiga meiga taka með sér. Þegar þrifum líkur ætlum við að snæða saman eitthvað góðgæti. Kostnaður vegna veitinga er 500 kr.á barn. Stefnum á að vera búin kl:19.00. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir fimmtudaginn 15. janúar.
Skráning í síma ;
Sirrý: 892-8346
Sigurlína: 695-1541
Líney: 899-8616
Helena: 486-8815

Friday, January 2, 2009

FEIF Youth Camp 2009

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sem haldinn verður í Bandaríkjunum dagana 17. – 24. júlí 2009. Búðirnar verða haldnar í Wisconsin, í um 2 klst. fjarlægð frá Chigaco á búgarði sem heitir Winterhorse farm.

Dagskráin verður í grófum dráttum á þessa leið; farið verður í reiðtúr, indíanar og kúrekar koma í heimsókn, bátaferð, farið í vatnaskemmtigarð og jafnvel í smá verslunartúr.

Þátttakendur þurfa að vera á aldrinum 13 – 17 ára, á árinu, og verður gerð krafa um að þeir hafi einhverja reynslu í hestamennsku og geti gert sig skiljanleg á ensku.

Þátttökugjald er 530 - 550 € og hefur hvert land rétt til að senda 2 þátttakendur, en einnig verður biðlisti ef sæti losna. Flugfargjald er ekki innifalið í þátttökugjaldinu.

Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu LH, Engjavegi 4, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík fyrir 20. janúar 2009. Á umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala, heimili, í hvaða hestamannafélagi viðkomandi er og nokkrar línur um reynslu í hestamennsku.

Þegar búið verður að velja þá úr sem uppfylla skilyrðin verður dregið úr umsóknum.

frá Æskulýðsnefnd Landssambandsins