Thursday, June 19, 2008

Unglingalandsmót í Þorlákshöfn

Æskulýðsdeild Loga er að kanna áhuga á þátttöku í hestaíþróttum á unglinga landsmóti UMFI sem haldið verður daganna 1-3 ágúst 2008 í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina.

Okkur þætti vænt um að heyra hvort áhugi er fyrir hendi hjá börnum og unglingum í Loga.
Keppt er í tölti og fjórgangi barna 11-13 ára og tölti og fjórgangi unglinga 14-18 ára.
Keppt er eftir FIPO reglum.
Þeir sem hafa áhuga láti vita hjá Sigurlínu fyrir 30. júní í síma; 695-1541 eða 482-1540

17. júní í Reykholti


Þessi myndalegi hópur ungra knapa úr hestamannafélaginu Loga leiddi skrúðgönguna frá Bjarnabúð á 17. júní og fórst það vel úr hendi. Þetta eru þau Dóróthea Ármann, Davíð Óskarsson og Katrín R. Sigurgeirsdóttir

Monday, June 16, 2008

Logi heimsækir Grunnskólann í Reykholti





Æskulýðsdeildin heimsótti grunnskólann í Reykholti miðvikudaginn 28. mai. Allir krakkar frá 1-6. bekk fengu göngutúr út að Friðheimum þar sem teymt var undir krökkunum á hringvellinum í frábæru veðri. Það var reglulega góð stemming, tónlist og fallegt umhverfi á þessu frábæra sýningasvæði. Við þökkum hjónunum í Friðheimum kærlega fyrir afnotin. Síðan var haldið til baka í skólann þar sem æskulýðsdeildin gaf hestalitabók og öryggisbækling. Þá var boðið upp á tvær hestamyndir til að horfa á og allir fengu popp og djús. Við þökkum kærlega fyrir skemmtilegann dag.
Fyrir hönd æskulýðsnefndar Sigurlína kristinsdóttir.