Sunday, October 25, 2009

Reiðtygjaþrif











Það tókust vel reiðtygjaþrifin hjá krökkunum í Loga. Áætlað er að milli 40-50 manns hafi mætt, sem er frábær mæting. Eins og sjá má á myndunum voru allir áhugasamir og duglegir við þrifin, foreldrar og börn hjálpuðust að, enda var nánast hægt að spegla sig í hnökkunum eftir að búið var að bera á feitina. Að venju var snætt saman pulsur og kaka ásamt því að heimilisfólkið í Fellskoti gaf öllum ís. Þá höfðu þær Freydís Halla Friðriksdóttir og Guðrún Gígja Jónsdóttir gert stuttmynd um " Grundvallaratriði í hestamennsku" sem þær sýndu börnunum við frábærar undirtektir enda virkilega vel unnin og skemmtileg mynd. Við í nefndinni þökkum bæði heimilisfólkinu sem lánaði aðstöðuna og þeim Freydísi og Guðrúnu fyrir myndina, ásamt öllum þeim sem mættu fyrir frábærann dag.


Wednesday, October 21, 2009

Reiðtygjaþrif

Krakkar og unglingar í Loga ! Takið eftir

Þá er komið að því ! Við ætlum að hefja dagskrána með því að hittast hress og kát og þrífa reiðtygin okkar. Áætlað er að hittast í Fellskoti föstudaginn 23.október kl: 16.30 með hnakkinn og beislið sitt. Nefndin ætlar að útvega sápu, svamp og feiti en þeir sem eiga geta tekið með sér. Þegar þrifum líkur ætlum við að snæða saman eitthvað góðgæti. Foreldrar velkomnir að hjálpa við þrifin. Stefnum að því að vera búin kl:19.00. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir hádegi á fimmtudaginn 22. október.í síma Sigurlína: 695-1541(482-1540) Sirrý : 892-8346 Líney: 899-8616 (4868855)
Nefndin