Sunday, October 25, 2009

Reiðtygjaþrif











Það tókust vel reiðtygjaþrifin hjá krökkunum í Loga. Áætlað er að milli 40-50 manns hafi mætt, sem er frábær mæting. Eins og sjá má á myndunum voru allir áhugasamir og duglegir við þrifin, foreldrar og börn hjálpuðust að, enda var nánast hægt að spegla sig í hnökkunum eftir að búið var að bera á feitina. Að venju var snætt saman pulsur og kaka ásamt því að heimilisfólkið í Fellskoti gaf öllum ís. Þá höfðu þær Freydís Halla Friðriksdóttir og Guðrún Gígja Jónsdóttir gert stuttmynd um " Grundvallaratriði í hestamennsku" sem þær sýndu börnunum við frábærar undirtektir enda virkilega vel unnin og skemmtileg mynd. Við í nefndinni þökkum bæði heimilisfólkinu sem lánaði aðstöðuna og þeim Freydísi og Guðrúnu fyrir myndina, ásamt öllum þeim sem mættu fyrir frábærann dag.