Monday, July 28, 2008

Æskulýðsreiðtúr Loga



Reiðtúrinn var farinn frá Brú og riðið upp með Haukadalsskógi. Reglulega falleg og skemmtileg leið þar sem farið er inn í skóginn og upp að Selhól. Þátttakan var með eindæmum góð og mættu 32 knapar flestir með einn til reiðar. Ferðin gekk mjög vel bæði hestar og menn í fínu formi sem snæddu nesti og héldu aftur heim að Brú.

Knapar og hestar í halarófu. Leiðsögumaðurinn Sirrý

Tuesday, July 15, 2008

Æskulýðsreiðtúr

Æskulýðsreiðtúr Loga
Verður farinn frá Brú Kl. 16.30 sunnudaginn 20. júlí. Ættlunin er að ríða upp að Selhól og fá sér smá hressingu í boði æskulýðsnefndar, síðan riðið til baka. Börn og foreldrar skrái sig í síma:
Sirrý: 892-8346 Sigurlína: 695-1541

Athugið Skráningu líkur á föstudaginn 18. júlí

Wednesday, July 9, 2008

Firmakeppni Loga 2008








Firmakeppni Loga var haldin að Hrísholti laugardaginn 28. júní. Skráning var mjög góð og skráðu sig 53 hross og knapar til leiks. Firmakeppnin var með örlittlu breyttu móti og var að þessu sinni keppt í Pollaflokki( 9 ára og yngri, bæði teimt undir og ekki), Barnaflokki(10-11 ára), Krakkaflokki(12-13 ára), Unglingaflokki(14-17 ára), Flokkur keppnisvanra og Flokkur ókeppnisvanra knapa. Úrslitin voru sem hér segir

Pollaflokkur
Í pollaflokki var valið flottasta parið og var Rósa Kristín Jóhannesdóttir á Freyju rauðri 8v. sem voru valin.

Barnaflokkur
Í barnaflokki var valið flottasta parið og var Natan Freyr Morthens á Dalrós jarpskjóttri 8v. sem voru valin.

Krakkaflokkur
1.Dórothea Ármann og Björgvin frá Friðheimum kepptu fyrir Skeppnan
2.Vilborg Rún Guðmunsdóttir og Blettur kepptu fyrir Landsbankann
3.Ólöf Arna Gunnlaugsdóttir og Brynjar frá Bræðratungu kepptu fyrir Stekkholt













Unglingaflokkur
1.Guðrún Gígja Jónsdóttir og Sproti frá Melabergi kepptu fyrir Puð og Basl
2.Davíð Óskarsson og Hersveinn frá Friðheimum kepptu fyrir Kjóastaðir 1.
3.Brynhildur Ósk Óskarsdóttir og Hávör kepptu fyrir Sighvat á Miðhúsum

Tuesday, July 8, 2008

Myndir af Landsmóti

  • Dórothea Ármann og Kráka frá Friðheimum með einkunnina 8,00

Katrín Rut Sigurgeirsdóttir og Hrina frá Efsta-Dal fengu einkunnina 8,02



Engir keppendur fóru frá Loga í Unglinga og Ungmennaflokki en þær Dórothea og Katrín fóru fyrir hönd Loga í barnaflokki. Hér koma myndir frá seinustu æfingunni fyrir landsmót og af sjálfu mótinu.

Tuesday, July 1, 2008

Landsmót


Tveir keppendur í barnaflokki sem kepptu á landsmóti fyrir Loga í dag hafa verið á æfingum. Það er Hugrún Jóhannsdóttir sem hefur séð um þjálfunina og gengið vel. Keppni í barnaflokki fór fram í morgun á Hellu í mikklu hvassviðri og moldroki. Stelpurnar stóðu sig með mikilli prýði og má hér sjá myndir frá æfingum fyrr í vikunni. Á myndinni eru Katrín Rut Sigurgeirsdóttir, Hugrún Jóhannsdóttir og Dórothea Ármann.