Monday, May 11, 2009

Grunnskólabörn fara á hestbak í Friðheimum



Æskulýðsnefndin stóð fyrir í samstarfi við Friðheima að bjóða krökkunum í Grunnskóla Bláskógabyggðar Reykholti á hestbak. Veðrið var ákaflega blautt, rigning og rok, en krakkarnir voru vel gölluð og drifu sig á bak. Teymt var undir þeim og virtust allir ánægðir þrátt fyrir vætuna. Knútur Ármann er búin að vera að kenna hestamennsku í vali fyrir grunnskólann í Bláskógabyggð, m.a. heima hjá sér í Friðheimum, og voru krakkarnir búnir að æfa atriði sem þau sýndu 1-6. bekk. Allir fengu eitthvað í svanginn og svo hélt hópurinn til baka í skólann. Við þökkum Knúti fyrir aðstöðuna og frábæra sýningu. Krökkunum og öllum sem hjálpuðu til kærlega fyrir daginn. Veðrið hefði sannalega mátt vera betra en vonandi hafa allir haft eitthvað gaman af.
Það er nú betra að vera í
góðum pollagalla í svona veðri.


Flott atriði hjá unglingum í vali í hestamennsku.


Teymt undir krökkunum.

kv. Æskulýðsnefndin