Saturday, April 24, 2010

samkoma æskulýðskrakka


Hér kemur mynd af öllum börnum og unglingum með unglingabikar HSK. Þegar við hittumst á dögunum í Reykholti til að halda upp á árangurinn.

Tuesday, April 6, 2010

Æskulýðssamkoma í Reykholtsskóla

Komið þið öll sæl og blessuð eins og dreifibréfið sýndi sem sent var á heimilin fyrir páska þá hlaut hestamannafélagið Logi æskulýðsbikar HSK og var ætlunin að hittast í skólanum miðvikudagskvöldið 7. apríl til að halda upp á þetta, en þar sem margt er um að vera sama kvöld í sveitinni ákváðum við að fresta þessu um dag og hittast á fimmtudagskvöldið 8. apríl á sama tíma kl:20.00. Vona að þetta valdi ekki miklum óþægindum. En endilega mætum hress og kát.
Bikarinn verður til sýnis og er ætlunin að fá hópmynd af börnum og unglingum með bikarinn ásamt því að hafa smá spilakvöld. Ýmsar hugmyndir eru með áframhaldandi starf og eru því foreldrar hvattir til að koma með.
nefndin