Tuesday, August 31, 2010

Fjölskylduferð Loga á Grænhól.


Farin var fjölskylduferð nú á dögunum á vegum æskulýðsstarfsins hjá hestamannafélaginu Loga. Ferðin hófst á að heimsækja Gunnar Arnarsson og Kristbjörgu Eyvindsdóttur á Grænhól. En þau hlutu landbúnaðarverðlaunin 2010 og hafa hlotið heiðursviðurkenninguna Hrossaræktarbú ársins alls fjórum sinnum. Við fengum góðar móttökur á Grænhól, þar sem húsakynni voru skoðuð, hestar sýndir og þau hjónin sögðu okkur frá starfinu. Við þökkum þeim kærlega fyrir okkur og höfðum öll mikið gaman af að skoða þetta glæsilega bú. Ferðinni var síðan heitið í Selfossbíó og enduðum á Hróa Hetti. Frábær dagur. Framundan hjá æskulýðsstarfinu er svo reiðtygjaþrif og Álfareið í Reykholti. Minnum á heimasíðuna okkar http://hestamannafelagidlogi.bloggar.is/

Nefndin

Tuesday, August 10, 2010

Æskulýðsnefnd boðar til fjölskylduferðar fimmtudaginn 12. ágúst.

Ætlunin er að heimsækja Gunnar Arnarsson og Kristbjörgu Eyvindsdóttur á Grænhól. En þau hlutu landbúnaðarverðlaunin 2010 og hafa hlotið heiðursviðurkenninguna Hrossaræktarbú ársins alls fjórum sinnum. Fá sér svo að borða og fara í bíó á Selfossi.
Ferðalagið hefst í Reykholti kl 15.00, höldum þaðan á Grænhól. Við þurfum að fá skráningu til að panta í bíó og mat, henni líkur á þriðjudagskvöldið. Kostnaður fer eftir fjölda þátttakenda, en verður hugsanlega í kringum 2500 kr. á mann.
Skráning í síma: 482-1540, 695-1541( Sigurlína) 899-8616( Líney) 486-8937,892-8346 ( Sirrý) og Helena (699-1915)
Hvetjum alla fjölskylduna til að fara saman og eiga góðann dag og munum eftir að skrá á réttum tíma til að einfalda allt skipulag ferðarinnar. Höfðum hugsað að fjölskyldur færu á eigin vegum, en ef aukapláss væri í bílum væri hægt að sameinast í bíla.
Þetta hefur verið óvanarlegt vor og sumar hjá öllu hestafólki sökum hestapestarinnar og erfitt að halda uppi nokkurri starfsemi, en framundan hjá okkur í æskulýðsnefndinni er fyrirhuguð reiðtygjaþrif í haust og Álfareiðin um áramótin.
Kveðja nefndin.