Tuesday, August 10, 2010

Æskulýðsnefnd boðar til fjölskylduferðar fimmtudaginn 12. ágúst.

Ætlunin er að heimsækja Gunnar Arnarsson og Kristbjörgu Eyvindsdóttur á Grænhól. En þau hlutu landbúnaðarverðlaunin 2010 og hafa hlotið heiðursviðurkenninguna Hrossaræktarbú ársins alls fjórum sinnum. Fá sér svo að borða og fara í bíó á Selfossi.
Ferðalagið hefst í Reykholti kl 15.00, höldum þaðan á Grænhól. Við þurfum að fá skráningu til að panta í bíó og mat, henni líkur á þriðjudagskvöldið. Kostnaður fer eftir fjölda þátttakenda, en verður hugsanlega í kringum 2500 kr. á mann.
Skráning í síma: 482-1540, 695-1541( Sigurlína) 899-8616( Líney) 486-8937,892-8346 ( Sirrý) og Helena (699-1915)
Hvetjum alla fjölskylduna til að fara saman og eiga góðann dag og munum eftir að skrá á réttum tíma til að einfalda allt skipulag ferðarinnar. Höfðum hugsað að fjölskyldur færu á eigin vegum, en ef aukapláss væri í bílum væri hægt að sameinast í bíla.
Þetta hefur verið óvanarlegt vor og sumar hjá öllu hestafólki sökum hestapestarinnar og erfitt að halda uppi nokkurri starfsemi, en framundan hjá okkur í æskulýðsnefndinni er fyrirhuguð reiðtygjaþrif í haust og Álfareiðin um áramótin.
Kveðja nefndin.