Saturday, January 17, 2009

Reiðtygin þrifin




Æskulýðsnefnd loga stóð fyrir þrifum á reiðtygjum föstudaginn 16. janúar. Mæting var einstaklega góð og mættu 26 krakkar með reiðtygi. Það var gaman að sjá hve margir foreldrar mættu með og tóku þátt í þrifunum. Við fengum að vera í Fellskoti sem var frábært og kunnum við heimilis fólkinu öllu bestu þakkir fyrir góða aðstöðu og ís í boði hússins. Krakkarnir stóðu sig vel og eftir þrifin var boðið upp á pulsur, kökur og gos ásamt því að farið var í helstu örryggisatriði sem þarf að hafa í huga í hestamennskunni. Sjá nánar myndir á http://fellskot.123.is/