Monday, October 22, 2007

Fréttir frá æskulýðsdeild Loga

Við viljum vekja athygli á bloggsíðu æskulýðsnefndarinnar. Hér ætlum við að vera með tilkynningar um starfið í vetur. Hvetjum alla til að fylgjast með síðunni láta í sér heyra( setja in Comment) og senda okkur hugmyndir. Þá eru allar myndir frá Æskulýðsstarfi vel þegnar. Póstfangið er ksigurlina@yahoo.com

Búið er að skipuleggja dagskránna sem er framundan:

· Folaldasýning 3. nóvember
· Reiðtygjadagur 18. janúar (hittumst og þrífum reiðtygin ásamt því að fá okkur eitthvað gott í gogginn)
· Ferð á Æskan og hesturinn líklega í mars.
· Í mars-apríl eru Vetrarmótin, reiðnámskeið og töltkeppnin. Þannig að við verðum ekki með aðra dagskrá á meðan.
· Þrautabraut í mai (eða síðar á sumrinu)
· Uppákoma í tengslum við æskulýðsdaginn í mai.
· Í tengslum við reiðnámskeið og firmakeppni er ætlunin að standa fyrir leikjum.
· Fjölskyldureiðtúr lok júlí. ( hugsanlega 20 júlí)
· Heimsókn í september til Hveragerðis að hitta krakkana í Ljúf.
Nefndin

No comments: