Friday, October 15, 2010

Reiðtygjaþrif

Þá er komið að því ! Við ætlum að hittast hress og kát og þrífa reiðtygin okkar í Fellskoti föstudaginn 22.október kl. 16:30 með hnakkinn og beislið sitt. Nefndin ætlar að útvega sápu, svamp og feiti en þeir sem eiga geta tekið með sér. Þegar þrifum lýkur ætlum við að snæða saman eitthvað góðgæti. Foreldrar velkomnir að hjálpa við þrifin. Stefnum að því að vera búin kl.19:00. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku barna og foreldra fyrir hádegi á miðvikudaginn 20. Október í síma Sigurlína: 695-1541(482-1540) Sirrý : 892-8346 Líney: 899-8616 (4868855), Helena: (699-1915) eða Helga María (893-8735)

Uppskeruhátíðin verður svo 2. nóvember í Grunnskólanum Reykholti. Hugmyndin er að hittast kl. 20:00 og halda upp á gott starfsár og munum við fá fyrirlesara. Þá mun nefndin kynna þær hugmyndir sem komnar eru fyrir komandi ár 2010-2011. Öll börn og foreldrar velkomin að kynna sér æskulýðsstarfið. Gaman væri ef allir gætu tekið eitthvað með á hlaðborð. Einnig munum við veita æskulýðsskjöldinn Feyki fyrir 2010. Æskulýðsnefndin hefur ákveðið að prufa hvernig það kemur út þetta árið að bjóða einstaklingum átján ára og eldri að tilnefna hvaða barn eða ungmenni undir 18 ára þeim finnst á einn eða annan hátt hafa sýnt framfarir á sviði hestamennskunnar og jafnframt verið öðrum góð fyrirmynd. Tillögurnar verða að vera vel rökstuddar og skal skilað í kassa sem verður til staðar í Fellskoti, þegar við þrífum reyðtygin, eða sendast Sigurlínu Kristinsdóttur, Bjarkarbraut 26, merkt Æskulýðsnefnd, fyrir 22.október. Tillögurnar skulu vera með nafni tilnefnanda og ekki mega foreldrar tilnefna sitt barn. Stjórn Loga í samstarfi við æskulýðsnefnd mun svo ákveða tilnefninguna.
Vinsamlega geymið miðann.
Sjáumst með reiðtygin 22.október!
Nefndin