Wednesday, January 6, 2010

Álfareið


Æskulýðsnefnd Loga stendur fyrir álfareið í Reykholti föstudaginn 8.janúar og eru allir velkomnir hvort sem þeir tilheyra hestamannafélaginu eða ekki en Loga krakkar sérstaklega hvattir til að mæta. Hugmyndin er að hafa þetta nokkurskonar skrúðgöngu og er fólki frjálst að vera á hesti eða gangandi. Hvetjum alla til að mæta í einhverjum búningum ef þeir vilja en flugeldar eru bannaðir. Við ætlum að hittast klukkan 16.30 á planinu við Aratungu og ganga upp að Bergholti þar munum við syngja tvö áramótalög, þá er ferðinni heitið að Friðheimum þar sem við fáum okkur saman heitt kakó og skúffuköku.

Kveðjum jólin saman og fögnum nýju ári í góðum félagsskap!!

Æskulýðsnefnd Loga