Sunday, January 17, 2010

Álfareið í Reykholti


Frábær stemning var þegar Álfareið æskulýðsdeildarinnar var haldin í Reykholti föstudaginn 8 janúar. Í forreið voru álfadrottning og kóngur þau Rósa Kristín Jóhannesdóttir og Mattihas Ármann ásammt kyndlaberum. Við þökkum Aðalheiði Helgadóttir og Henriettu Ósk kærlega fyrir forsöngin, en sungin voru þrjú lög við Bergholt.
Það var virkilega góð mæting eða um 60 manns sem gengu eða voru á hestbaki. Hersingin hélt svo heim að Friðheimum þar sem dúndrandi nýársmússik tók á móti öllum. Þar var boðið upp á heitt kakó og súkkulaðiköku í boði æskulýðsdeildar. Þær stöllur Dóróthea Ármann og Katrín Rut Sigurgeirsdóttir sýndu töltsýningu með neonljós á fótum hestana og var það flott sjónarspil í myrkrinu.
.







Kyndlaberar voru margir.