Friday, January 6, 2012

Álfareið í Reikholti



Æskulýðsnefndin stóð fyrir álfareið í Reykholti í gær fimmtudaginn 5. janúar. Farið var frá Aratungu kl.16.30 og síðan var gengið að Friðheimum þar sem sungin voru áramótalög. í forreið voru Álfakóngur og Álfadrottning en að þessu sinni voru það Sigríður Magnea Kjartansdóttir of Sölvi Freyr Jónasson. Þau mættu á hestunum sínum sem voru sannalega prúðbúnir og flottir. Í Friðheimum gæddu gestir sér á heitu kakó og kökum og síðan var spjallað og krakkarnir ærsluðust í snjónum. Þetta var skemmtileg stund og gamann að kveðja jólin saman og fagna nýju ári í góðum félagsskap.